Ert þú rauður djöfull? Vertu hluti af stuðningsmannahóp Manchester United á Íslandi!
Í lögum félagsins er sagt:
"Tilgangur félagsins er að efla samfélag stuðningsmanna Manchester United á Ísland og tengingu þeirra við félagið erlendis. Félagið stendur fyrir samheldni stuðningsmanna á Íslandi með því að halda fjölbreytilega viðburði, útvega félagsmönnum tilboðskjör víðsvegar og veita félagsmönnum aðgang að miðum á heimaleiki félagsins."
Með því að skrá þig í klúbbinn, hjálpar þú okkur að gera þetta kleift.
Ársgjaldið í klúbbinn er 4.500 krónur, skv. ákvörðun sem tekin var um félagsgjöld á aðalfundi félagsins og verða endurskoðuð að tímabili liðnu. Aðilar undir 16 ára aldri greiða engin félagsgjöld, en eru með takmarkaða aðild (t.d. sérstökum viðburðum óviðeigandi börnum þar sem áfengi fer um hönd).
Von bráðar verður að skrá sig í official klúbbinn erlendis í leiðinni, og bætast við 20 pund á gengi þess dags sem skráð er í klúbbinn. Fyrst um sinn verður það ekki í boði, þar sem klúbburinn er að koma skipulagi sínu á laggirnar en mun senda öllum félagsmeðlimum póst þess efnis síðar og bjóða upp á skráningar. Þess er þó ekki þörf, en því fylgja allskyns fríðindi og er nauðsynlegt ef félagsmeðlimir vilja eiga kost á að fá miða á heimaleiki félagsins úthlutaða frá Leikhúsi Draumanna.
Við skráningu stofnast krafa í heimabanka sjálfkrafa. Þegar krafa er greidd getur viðkomandi skráð sig inn á mínar síður, með rafrænum skilríkjum, og séð stöðu sína sem meðlimur. Getur viðkomandi þá einnig hlaðið niður rafrænu meðlimaskírteini sínu í veski símans síns, og framvísað til að öðlast afsláttakjör, t.d. á heimavelli félagsins á öllum leikjum Manchester United. Undir mínum síðum má sjá undirsíðu sem tilgreinir alla þá afslætti og kjör sem meðlimir fá.
Þá fá allir meðlimir gjöf frá klúbbnum, sem verður póstlögð fyrstu mánaðarmót eftir skráningu í klúbbinn, sem og jólagjöf, frían aðgang að viðburðum félagsins (nema annað sé tekið fram), vildarkjör/afslætti hjá samstarfsaðilum félagsins og fleira. Athugið þó að engar gjafir eru gefnar fyrstu tímabilin, tímabilið 2024-26, en öllum verður send gjöf þegar kostur er á.
Haldnir verða reglulegir viðburðir á heimavelli félagsins, Keiluhöllinni Egilshöll, á borð við Manchseter United Pub Quiz, bjórkvöld, fjölskyldubingó, árshátíð og fleira. Alla viðburði fyrir félagsmenn má finna á mínum síðum.
Félagið er viðurkenndur MUSC stuðningsmannaklúbbur (Official Manchester United Supporters Club) og mun eiga tilgreindan fjölda miða á alla heimaleiki félagsins, í þeim tilgangi að veita félagsmönnum greiðari aðgang að miðum á leiki liðsins. Innan MUSC er erlenda nafn stuðningsmannaklúbbsins "Red Devils of Iceland".
Við viljum að gagnsæi sé í úthlutun miðanna og allir njóti góðs af, og munum við koma hér upp á síðunni, undir mínum síðum, umsóknarkerfi þar sem meðlimir geta sótt um að fá þessa miða á kostnaðarverði klúbbsins - án nokkur hagnaðar og milliaðila. Fyrirkomulag verður betur tilkynnt á haustmánuðum 2025 og munu miðar verða aðgengilegir félagsmeðlimum frá og með þeim tíma!
Með því að skrá þig inn í fyrsta skipti á síðuna, í forminu hér að neðan, skráir þú þig í klúbbinn.
Við vekjum athygli á því að enn er verið að vinna í að útfæra meðlimasíður - þar sem hægt verður að stjórna aðgangi sínum, nálgast tilboð, sækja félagaskírteini rafrænt í símaveskið, sækja um miða á leiki og annað slíkt. Algjör grunnvirkni er enn á síðunni en mun breytast ört á næstu vikum.
Ert þú með spurningu? Sendu okkur línu á stjorn@manchesterunited.is og við svörum hratt og örugglega.