Rauðu Djöflarnir á Íslandi er viðurkenndur MUSC stuðningsmannaklúbbur.

Hvað þýðir það? Jú, klúbburinn á aðgang að miðum á leiki félagsins skv. árlegri ákvörðun félagsins um úthlutun miða til stuðningsmannaklúbba um heim allan! 

 

Í ár hefur félagið tilkynnt uppfærða miðastefnu fyrir stuðningsmannaklúbba (MUSCs) fyrir tímabilið 2025/2026. Við viljum að gagnsæi sé til staðar um miðaúthlutun og hvernig kerfið virkar gagnvart félaginu erlendis, og eru því hér helstu atriðin í miðastefnunni fyrir þetta ár: 

Umsóknarferli og reglur stuðningsmannaklúbba

  • Umsóknarferlið: MUSC stuðningsmannaklúbbar (viðurkenndir MUSC klúbbar)  fá 1000 miða þetta tímabil til úthlutana, sem dreifist á milli allra MUSC klúbba víðsvegar. Hver klúbbur fær örugga 2 miða á hvern leik - en má sækja um allt að 950 miða. Í fyrra var úthlutað 86% allra þeirra miða sem MUSC klúbbar um heim allan sóttu um, eða að meðaltali 1163 miða á hvern leik. Því er nær öruggt að umsókn þín um miða í gegnum okkur mun verða samþykkt. 

    Ferlið er þannig að stuðningsmannaklúbburinn sækir um miða fyrir hönd meðlimi klúbbsins. Allir sem sækja um miða þurfa að vera skráðir í félagið erlendis, sem og klúbbinn hér, og láta með fylgja í umsókn sinni stuðningsmannanúmerið sitt (supporters id) sem sjá má á síðunni erlendis. Sjá má nánar þá pakka sem boði eru hér á vefsíðu félagsins: Memberships : Man United Tickets - og tökum við fram að nóg er að vera með ódýrastu meðlimaáskriftina (25 pund) til að geta tekið við miðum frá okkur, sem eru þá aðgengilegir í gegnum ManUtd appið eða á vefsíðu félagsins. 

  • Ferðir stuðningsmannaklúbbsins: Valdnir leikir, við sérstök tilefni, tryggir klúbbnun allt að 50 örugga miða. Ónýttir miðar úr þessum potti fara svo til annarra klúbba sem koma með stóra hópa. Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða leikir tímabilið 2025/26 verða fyrir valinu.

  • MUSC klúbbar eiga forgangsrétt á miðakaupum: Áður en almenn sala miða hefst, er farið yfir umsóknir MUSC klúbba um miða á leiki. Óstaðfestir miðar verða svo boðnir upp í 24 klst. glugga með nýju formi áður en þeir fara í almenna sölu. Þetta nýja fyrirkomulag eykur líkur á viðbótar miðaöflun þegar stutt er í leik.

  • Kröfur til umsækjanda: Til að sækja um miða þarf viðkomandi að vera skráður í klúbbinn hérlendis, sem og að vera meðlimur hjá klúbbnum erlendis, eins og sagt var hér að ofan, og framvísa til okkar gildu stuðningsmannanúmeri (membership number / supporters id). Þegar þú hefur tilkynnt okkur hvert stuðningsmannanúmerið þitt er, kemur upp á þínum síðum á vefsíðu félagsins úti, að þú tilheyrir þessum klúbbi á Íslandi. Tekið er fram að ekki er hægt að vera í fleirum en einum samþykktum MUSC klúbbi á hverjum tíma. 

  • Útileikjamiðar: Við eigum rétt á 2 miðum fyrir hvern deildarútileik, svo fremi þeir séu ekki í undanúrslitum eða úrslitum bikars, og ef heildarúthlutun sem félagið fær fyrir útileiki er yfir 2.500 miðar.


Staðsetning okkar sæta:

  • Stretford End (tier 1 – „atmosphere area“): 186 af 1.000 úthlutunarmiðum verða til staðar hér, sem staðsetningin rís í vinsældum og stuðlar að stemmningunni.

  • East Stand, tier 2: um 161 sæti.

  • North‑East Quadrant, tier 2: um 343 sæti.

  • Sir Alex Ferguson Stand (tier 3): um 310 sæti — minna en þriðjungur úthlutunar miðanna verður í þessari stúku.


Miðaverð? 

Rauðu Djöflarnir vilja koma miðum til meðlima, án þóknunar eða hagnaðar. Afhendir eru því miðar á því verði sem félagið selur þá. MUSC hefur hlotið betri kjör en fæst í almennri sölu, eftir að miðaverð hækkaði til muna tímabilið 2025. Erfitt er því að segja til um hvert miðaverð er fyrr en sótt er um miða, en almennt séð er flokkun félagsins þessi - og almennt uppgefið miðaverð: 

  • Category A - stærstu leikirnir (t.d. við Liverpool, Arsenal, Chelsea, City, Newcastle, Tottenham, Leeds): miðar kosta allt að £97.

  • Category B - meðalverð: á bilinu £57–£86 fyrir flest leikina.

  • Category C - minni leikir, minni eftirspurn (t.d. Sunderland, Wolves): á bilinu £37–£60. 

  • Bikarleikir (cup fixtures): misjafnt, meðalverð um £32–£52.

Almennt meðalverð leikja er í ár um £46,51, samanborið við £41,41 tímabilið 2024/25, en fer eftir hvaða leik um ræðir og hver eftirspurn er. 


Clicky